laugardagur fyrir 3j í aðventu

Hæ,

Ferlege er nú gaman að vera útskrifaður. Tilfinning sem er alls ekki að dofna. Vinn á þessu á næsta ári.

Jólin eru á næsta leyti og útlit fyrir að margir muni njóta ávaxta vinnu minnar jafnvel bara í janúar. Ég er að rembast við jólakortin og satt að segja gengur það bara ekkert of vel. Ég veit ekki hvað þau eiga vera löng. Hvað telst lágmarkslengd? Eru það 4 slög á línu án línubils? Hvernig teljast krot og pár inn í þetta? Oh, ég vona bara að þau fái samþykki póstsins og verði send áfram á viðtakanda. Svo er ég í vafa með heimildaskrána. Æi, ætli ég sendi nokkuð. Forsíðan er líka vandamál.

Gleðilegan 3j í aðventu!!! By the way hvaðan kemur þetta aðventutal og af hverju eru aðventurnar bara 4? Er aðventukransagerðarmafían með puttana í þessu?

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Heiðagella sagði…
já þetta er mystiskt þetta með 4 aðventudaga....
Held það hafi eitthvað með það að gera að:
1. JC hafi haft 4 útlimi til að hengj'ann uppá....
2. Jólasveinar 1 og 8, deilt í tvennt, er sirka 4.
3.kertastjakar eru oftast fyrir 4 kerti..
4.mamma og pabbi JC voru jú 2 einstaklingar, gefum okkur að hann hai svo verið ættleiddur, þá hafi hann átt allt í allt 4 foreldra, og þá er einn aðventudagur fyrir hvert stykki....
Þetta er allt eitt alsherjar samsæri..
kv. Hottí Spottí
Nafnlaus sagði…
GLEÐILEG JÓL KÆRI VINUR. Ég óska þér og þínum gleðilegrar hátíðar.
jólastuðkveðja, Sif

Vinsælar færslur